Messa klukkan 11. Séra Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari, Ólöf Margrét Snorradóttir prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Kirkjuvörður Kristín Ingólfsdóttir.
Sunnudagaskóli verður á sama tíma í umsjá Hreins og Péturs. Grímubúningaskemmtun er yfirskrift dagsins, allir að mæta í búning.
Þennan fyrsta sunnudag í föstunni segir Guðspjallatexti dagsins frá því er Jesús var leiddur af anda Guðs út í óbyggðina að hans yrði freistað af djöflinum. Þar fastaði hann í fjörutíu daga og fjörutíu nætur. Sjá Matteus 4.1-11. Fastan er tímabilið sem nær frá öskudegi til páska. Fastan er tími undirbúnings og iðrunar, baráttu og betrunar. Á föstunni íhugum við öðru fremur fyrirmynd Jesús Krists og baráttu hans fyrir manneskjuna og guðsríkið. Hér má lesa pistla, prédikanir og spurningar sem fjalla með einum eða öðrum hætti um föstuna og íhugunarefni hennar.
Klukkan 14 er guðsþjónusta Dýrfirðingafélagsins. Prestur séra Svavar Stefánsson, Aðalsteinn Eiríksson prédikar. Guðbjörg Leifsdóttir spilar undir fyrir hóp brottfluttra Dýrfirðinga.