Kæru vinir!
Sunnudaginn 2. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar og þá verður að vanda mikið um að vera í kirkjunni okkar.
Klukkan 11 er fjölskylduguðsþjónusta þar sem börn af krílasálmanámskeiði verða í aðalhlutverki. Umsjón hafa Guðný Einarsdóttir og Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Prestur séra Guðmundur Karl Ágústsson. Kirkjuvörður Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
Klukkan 20 er æskulýðsguðsþjónusta með helgileik og mikilli tónlist. Hljómsveitin Tilviljun? spilar og eldri hópur Litrófsins syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Prestur séra Guðmundur Karl Ágústsson. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta.
Allir hjartanlega velkomnir í guðsþjónustu á sunnudaginn.
Stúlkurnar í Litrófinu syngja í æskulýðsguðþjónustu kl. 20
Mynd frá aðventukvöldi Fella- og Hólakirkju 1. desember 2013.