Messa kl. 11. Séra Guðmundur Karl Ágústsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Guðný Einarsdóttir. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
Í guðspjalli dagsins heyrum við dæmisögu Jesú um verkamennina í víngarðinum, Matt 20.1-16.
Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjá Hreins og Péturs. Verður gaman að fylgjast með hverju þeir taka upp á í dag því nú er komið að tónlistardeginum í sunnudagaskólanum. Skyldi Viktor spila á hljóðfæri?
Allir hjartanlega velkomnir í Fella- og Hólakirkju.