Sunnudaginn 9. febrúar sl. var útvarpsguðsþjónusta frá Fella- og Hólakirkju. Séra Svavar prédikaði og þjónaði fyrir altari. Kirkjukórinn söng dásamlega að vanda og organistinn Guðný Einarsdóttir fór á kostum. Messuþjónar lásu ritningartexta og almenna kirkjubæn. Hægt er að hlusta á upptöku frá guðsþjónustunni hér: http://ruv.is/sarpurinn/gudsthjonusta-i-fella-og-holakirkju/09022014-0

Að guðsþjónustu lokinni var Hollvinafélag Fella- og Hólakirkju formlega stofnað. Tilgangur félagsins er að styðja og styrkja kirkjulegt starf í Fella- og Hólakirkju og auðga menningarlíf í þeim sóknum er henni tilheyra. Stjórn félagsins skipa Valgerður Vigfúsardóttir, Valdór Bóasson, Þuríður Guðjónsdóttir og Harpa Halldórsdóttir. Allir velunnarar kirkjunnar eru hvattir til að ganga í félagið.