Kæru vinir!
Séra Svavar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari í guðsþjónustu næsta sunnudags, 26. janúar kl. 11. Þá er 3. sunnudagur eftir þrettándann og guðspjallatextinn er í Matteusarguðspjalli (8.1-13) þar sem segir frá því er Jesús læknaði líkþráa manninn og son hundraðshöfðingans.
Kór Fella- og Hólakirkju syngur, organisti er Guðný Einarsdóttir. Kirkjuvörður er Kristín Ingólfsdóttir.
Sunnudagaskóli er að sjálfsögðu á sama tíma og ætla þeir Hreinn og Pétur að vera með myndlistardag.
Allir velkomnir í Fella- og Hólakirkju.