Messa klukkan 11. Séra Guðmundur Karl Ágústsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Í Guðspjalli dagsins segir frá brúðkaupinu í Kana er Jesús breytti vatni í vín (Jóh. 2.1-11).
Meðhjálpari og kirkjuvörður er Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
Sunnudagaskóli er á sama tíma. Þeir Hreinn og Pétur mæta með hatta, enda er hattadagur hjá þeim. Í sunnudagaskólanum er alltaf gaman, söngur og sögur og að sjálfsögðu verður Viktor ekki langt undan.
Allir hjartanlega velkomnir í Fella- og Hólakirkju.