Kyrrðarstund og kirkjustarf aldraðra
Kyrrðarstund kl. 12, súpa og brauð að stund lokinni.
Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 13. Í dag fáum við ferðasögu í máli og myndum, Guðný Einarsdóttir organisti sýnir okkur myndir frá ferð sinni til Grikklands síðastliðið haust.
Takið með ykkur prjónana og spilagleðina því alltaf er stund til að taka í spil, prjóna og spjalla. Haldið verður áfram með framhaldssöguna, Bláu trén í Friðheimum og endað á fyrirbænastund.
Allir velkomnir.