Jólahelgistund Félagsstarfs Gerðubergs og Fella- og Hólakirkju verður haldin í Fella- og Hólakirkju kl. 13.30 þann 19. desember.
Prestar og guðfræðingur Fella- og Hólakirkju sjá um stundina ásamt sr. Brynju Vigdísi Þorsteinsdóttur, presti heyrnarlausra. Börn frá leikskólanum Hraunborg syngja jólalög. Kakó og smákökur að lokinni helgistund.
Allir velkomnir.