Kæru vinir!

 

Guðsþjónusta kl. 11 í kirkjunni næsta sunnudag, 8. desember, sem er 2. sunnudagur í aðventu. Sr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor prédikar en prestar kirkjunnar, sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Svavar Stefánsson þjóna fyrir altari ásamt Ólöfu Margréti Snorradóttur, guðfræðingi. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn organistans Guðnýjar Einarsdóttur.  Á eftir guðsþjónustu bjóða sóknarnefndir upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar.

Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Ragnhildar Ásgeirsdóttur, djákna.

Verið hjartanlega velkomin nú sem ævinlega!

Starfsfólk Fella- og Hólakirkju