Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð í boði að lokinni stundinni.
Í dag verður lesið úr nýjum bókum. Guðmundur Andri Thorsson les úr bók sinni Sæmd. Edda Andrésdóttir les úr bók sinni Til Eyja. Þá verður hægt að grípa í spil og spjalla. Framhaldssagan verður á sínum stað, Bláu trén í Friðheimum en nú fer að draga til tíðinda hjá Liliane og Njáli Þóroddssyni því framundan er brúðkaup.
Við endum að venju á fyrirbænastund.
Allir velkomnir.