Guðsþjónusta á Allra heilagra messu sunnudaginn 3.nóvember kl.11. sr. Guðmundur Karl Ágústsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sr. Svavari Stefánssyni . Kirkjugestir tendra ljós í minningu látinna. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur.Skemmtilegi sunnudagaskólinn er á sama tíma í umsjá Pétur Ragnhildarsonar og Hreins Pálssonar.,,Sólgleraugnadagur” . Mikil gleði og gaman. Verið innilega velkomin 🙂
Að lokinni guðsþjónustu verður selt vöfflukaffi í safnaðarsal kirkjunnar. Sóknarbörn leggja til hráefni og vinnu og öll innkoma fyrir vöfflusöluna rennur beint í átak þjóðkirkjunnar til að safna fyrir kaupum á línuhraðli fyrir Lanspítalann.