Guðsþjónusta kl. 11 árdegis sunnudaginn 27. október sem er ártíðardagur sr. Hallgríms Péturssonar. Prestur Svavar Stefánsson en sr. Hjörtur Pálsson, skáld, prédikar. Organisti og söngstjóri er Guðný Einarsdóttir, félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng en sungnir verða m.a. sálmar eftir sr. Hallgrím. Einsöng í guðsþjónustunni syngur Karlotta Dögg Jónasdóttir, nemandi í Söngskólanum í Reykjavík. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá þeirra Hreins Pálssonar og Péturs Ragnhildarsonar.