Sunnudaginn 13. október er messa í kirkjunni kl. 11. Prestur er sr. Svavar Stefánsson, organisti Guðný Einarsdóttir sem einnig stjórnar kór Fella- og Hólakirkju en félagar úr honum leiða safnaðarsöng. Messuþjónar aðstoða.
Á sama tíma verður sunnudagaskóli kirkjunnar að venju. Umsjón með honum hafa þeir Hreinn Pálsson og Pétur Ragnhildarson.
Meðhjálpari á sunnudaginn er Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
Verið hjartanlega velkomin til kirkju eins og venjulega og njótið með okkur góðs samfélags í kirkjunni okkar !