Næsta sunnudag, 29. september, verður guðsþjónusta í kirkjunni kl. 11. Prestur er sr. Svavar Stefánsson, organisti Sólveig Anna Aradóttir. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir sönginn. Auk þeirra mun Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir, mezzósópran syngja einsöng við gítarundirleik Símonar H. Ívarssonar.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Péturs og Hreins.
Hjartanlega velkomin!