Kirkjustarfið hefst nú af fullum krafti og allt starf hefst í næstu viku.
Kyrrðarstundir eru á þriðjudögum kl.12. Boðið er upp á súpu og brauð á vægu verði eftir stundina. Kirkjustarf eldri borgara er alla þriðjudaga kl.13-16. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Fyrsta samveran verður þriðjudaginn 3.september.
Listasmiðjan Litróf hefst í næstu viku. Fyrsta æfing verður 4.september. Yngri hópurinn frá 3.-7.bekk mætir kl.15 og sá eldri frá 7.bekk kl. 16. Boðið verður upp á spennandi dagskrá í vetur og verður hún kynnt á fyrstu æfingu.
Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl.10-12. Jóhanna Freyja og Kristín taka á móti foreldrum og bjóða upp á áhugaverða dagskrá.Fyrsta samveran verður fimmtudaginn 4.september.
Kór Fella- og Hólakirkju æfir á þriðjudögum kl. 19:30 – 22. Fjölbreytt og skemmtilegt starf. Fyrsta æfingin verður 3. september.