Fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Fjölskylduhátíð í upphafi barnastarfs kirkjunnar. Prestar sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Svavar Stefánsson. Hreinn Pálsson og Pétur Ragnhildarson leiða stundina. Sævar Breki Einarsson spilar á básúnu. Nokkrar stelpur úr Litrófinu leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur. Undirleik annast Guðný Einarsdóttir organisti. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir.
Verið innilega velkomin í Fella- og Hólakirkju 🙂