Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni heldur námskeið í kirkjunni undir yfirskriftinni „Kristið líf og vitnisburður“. Þetta námskeið er kennt um allt land nú á vormánuðum sem undirbúningur undir „Hátíð vonar“ sem verður haldin í Laugardagshöll í lok september. Þátttakendur vilja styrkjast í trúnni og öðlast djörfung og kjark til að miðla af trú sinni til annara.
Kennt er mánudagana 15., 21. og 28. apríl frá kl. 19.30 – 21.00 og námskeiðið er ókeypis.
Nánari upplýsingar hjá Ragnhildi í síma kirkjunnar.