Sunnudaginn 24. mars kl 17 flytur kammerhópurinn ReykjavíkBarokk, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran og Jóhanna Halldórsdóttir alt hið sígilda verk STABAT MATER eftir Giovanni Battista Pergolesi á tónleikum í Fella og Hólakirkju. 

Tónleikarnir eru fyrstu tónleikar ReykjavíkBarokk en hópurinn, sem skipaður er hljóðfæraleikurum sem leika á upprunaleg hljóðfæri, ætlar sér að auka veg barokktónlistar í íslensku tónlistarlífi.

Verkið Píslarsaga eftir Þorkel Sigurbjörnsson verður einnig flutt á tónleikunum af hópi nemenda úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands undir stjórn Svövu Bernharðsdóttur víóluleikara. Þetta verk Þorkels hefur sjaldan heyrst og var síðast flutt á tónleikum árið 1984.

Almennt miðaverð er 2000 krónur en 1000 fyrir nemendur og eldri borgara. Enginn posi er á staðnum.

Einstakur viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!

Flytjendur:

Stabat mater

Einsöngvarar: Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran og Jóhanna Halldórsdóttir, alt

ReykjavíkBarokk: Diljá Sigursveinsdóttir, fiðla

Íris Dögg Gísladóttir, fiðla

Anna Hugadóttir, víóla

Ólöf Sigursveinsdóttir, selló

Guðný Einarsdóttir, continuo

Píslarsaga

Nemendur LHÍ: Þorkell Helgi Sigurbjörnsson, tenór

Steinunn Vala Pálsdóttir, flauta

Guðbjartur Hákonarson, víóla

Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló