Fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Börn og foreldrar af Krílanámskeiði kirkjunnar syngja undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Yngri hópur Litrófsins leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur.
Æskulýðsmessa kl.20. Sr.Guðmundur Karl Ágústsson, sr. Svavar Stefánsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni leiða stundina. Hljómsveitin Sanus Ferenda syngur og leiðir söng. Unglingar úr æskulýðsstarfi kirkjunnar, KFUM og K og eldri hópur Litrófsins taka þátt í stundinni. Boðið verður upp á köku og mjólk í safnaðarheimili kirkjunnar eftir æskulýðsmessuna. Meðhjálparar eru Kristín og Jóhanna.
Verið innilega velkomin í Fella-og Hólakirkju