Dægurlagamessa á Konudaginn kl.11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantors kirkjunnar. Kirkjukonur lesa ritningartexta og spakmæli um konur. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Karlar úr kirkjustarfinu baka vöfflur í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Ragnhildar Ásgeirsdóttur djákna. Söngstund með börnunum. Nokkrar stúlkur úr Litrófinu hafa fjáröflun fyrir kóramót með því að selja kökur eftir guðsþjónustuna.
Verið innilega velkomin í Fella- og Hólakirkju 🙂