Þann 21. janúar til 11. mars verður nýtt Krílasálmanámskeið í kirkjunni. Námskeiðið er frábært tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta og öðru ári og foreldra þeirra. Á námskeiðinu eru kennd ýmis lög og leikir í notalegu umhverfi kirkjunnar og lögð áhersla á söng og hreyfingu. Við notum tónlist úr ýmsum áttum, bæði tónlist kirkjunnar en einnig önnur þekkt barnalög, leiki og þulur. Kennt verður á mánudögum kl. 10:30 í átta vikur og hefst námskeiðið þann 21. janúar. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið en hámarksfjöldi þátttakenda er 10 börn. Best er að senda tölvupóst á gudny.organisti@gmail.com.
Verð fyrir öll skiptin er 4000 kr. og kennari er Guðný Einarsdóttir, organisti.