Þann 12. desember kl. 20 munu Litrófið undir stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur og Kór Fella- og Hólakirkju undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur flytja ýmsar fallegar jólaperlur á tónleikum sínum í kirkjunni. Einsöngvari á tónleikunum verður Greta Salóme Stefánsdóttir sem jafnframt leikur á fiðlu og einnig munu einsöngvarar og hljóðfæraleikarar úr röðum beggja kóranna stíga á stokk og láta ljós sitt skína. Meðleikari á píanó er Ásta Haraldsdóttir. Aðgangur er kr. 1500 og allir hjartanlega velkomnir í jólastemningu í Fella- og Hólakirkju.