Guðsþjónusta kl.11. Valgerður Gísladóttir framkvæmdastjóri Ellimálaráðs flytur hugleiðingu. Prestar kirkjunnnar, sr. Guðmundur K Ágústsson, sr. Svavar Stefánsson þjóna fyrir altari ásamt Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna. Eldri borgara lesa ritningartexta. Nemendur frá Tónskóla Sigursveins spila. Kór Fella- og Hólakirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá þeirra félaga Péturs Ragnhildarsonar og Hreins Pálssonar. Skreyttar verða piparkökur. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Kirkjuverðir og meðhjálparar eru Kristín Ingólfsdóttir og Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
Verið innilega velkomin í Fella- og Hólakirkju.