Fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Tendrað verður fyrsta kertið á aðventukransinum. Pétur Ragnhildarson, Hreinn Pálsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni leiða stundina. Stúlkur úr listasmiðjunni Litróf flytja tónlistaratriði. Guðný Einarsdóttir organisti annast undirleik.
Aðventukvöld kirkjunnar kl.20. Flutt verður falleg tónlist í anda aðventunnar. Kór Fella- og Hólakirkju og Litróf annast tónlistarflutning undir stjórn Ástu Haraldsdóttur, Guðnýjar Einarsdóttur og Ragnhildar Ásgeirsdóttur. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson flytur hugleiðingu og sr. Svavar Stefánsson annast ljóðalestur. Mikill söngur og hátíðleg aðventustund.