Vorhátíð barnastarfs Fella- og Hólakirkju verður haldin sunnudaginn 6.maí kl.11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Hátíð fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna. Mikill söngur og krakkafjör. Skotta úr Stundinni okkar kemur í heimsókn, boðið verður upp á pylsur og candy floss,andlitsmálun, skrúðganga og margt fleira skemmtilegt. Litrófið syngur og leiðir söng undir stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur. Undirleik annast Guðný Einarsdóttir organisti. Umsjón með stundinni hefur Þórey Dögg Jónsdóttir djákni.
Verið innilega velkomin að taka þátt í frábærri fjölskylduhátíð í Fella- og Hólakirkju !