Föstudagurinn langi 6. apríl
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Píslarsagan í tali og tónum. Eyrún Ósk Ingólfsdóttir sópran og Steinunn Ágústsdóttir alt syngja aríur eftir Händel, Fauré og Pergolesi.
Páskadagur 8. apríl
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Sungið verður hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sr. Svavar Stefánsson predikar og sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni, þjóna fyrir altari. Elfa Dröfn Stefánsdóttir syngur einsöng og Jón H. Guðmundsson leikur á trompet. Morgunmatur í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna og páskaeggjaleit í umsjá Þóreyjar Daggar Jónsdóttur fyrir yngri kynslóðina á meðan athöfninni stendur.