Á Pálmasunnudag verður fermingarguðsþjónusta Hólabrekkusóknar kl.11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Meðhjálpari og kirkjuvörður er Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimili kirkjunnar. Umsjón hefur Þórey Dögg Jónsdóttir djákni. Þar verður föndrað fyrir páskana.
Verið innilega velkomin í Fella- og Hólakirkju.