Mánudaginn 30. janúar kl. 10:30 hefst nýtt námskeið í Krílasálmum sem er spennandi tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra. Námskeiðið er átta skipti og kostar 3500 kr. Enn eru nokkur pláss laus á námskeiðið svo það er um að gera að drífa í að skrá sig en hámarksfjöldi þátttakenda er 10 börn. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér.