Jólin eru fæðingarhátíð frelsarans, hátíð ljóss og friðar. Það er gott að koma saman í kirkju til að njóta jólagleðinnar og samfélagsins hvert við annað.
Verið innilega velkomin í Fella- og Hólakirkju.
Aðfangadagur 24. desember 2011
Aftansöngur kl.18. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Þórey Dögg Jónsdóttir djákni. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Á undan guðsþjónustunni leikur Guðný Einarsdóttir jólatónlist á orgelið.
Aftansöngur kl. 23:30. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Ásdís Arnalds, Elfa Dröfn Stefánsdóttir og Eyrún Ósk Ingólfsdóttir syngja og leiða almennan söng.
Jóladagur 25. desember
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson.
Kór Fella- og Hólakirkju og Guðný Einarsdóttir organisti leiða söng og annast tónlistarflutning.
Gamlársdagur 31. desember
Aftansöngur kl. 18. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson.
Kór Fella- og Hólakirkju og Guðný Einarsdóttir organisti leiða söng og annast tónlistarflutning.
Nýársdagur 1. janúar
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Einar Sigurbjörnsson.
Kór Fella- og Hólakirkju og Guðný Einarsdóttir organisti leiða söng og annast tónlistarflutning.
Prestar, djáknar, sóknarnefndir og starfsfólk Fella- og Hólakirkju óska ykkur gleðilegra jóla.
Megi gleði, friður og fögnuður jólanna fylgja ykkur öllum á nýju ári.