Guðsþjónusta kl.11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Sóley Björk Einarsdóttir leikur á trompet. Konur úr kvenfélagi Fjallkonurnar tendra fyrsta kertið á aðventukransinum. Sunnudagaskóli á sama tíma. Náttfatapartý hjá börnunum. Umsjón og ábyrgð með sunnudagaskólanum hefur Þórey Dögg Jónsdóttir.
Eftir guðsþjónustuna mun Guðný Einarsdóttir organisti flytja örtónleika. Þar flytur hún sálmaforleiki tengda aðventu og jólum eftir J. S. Bach. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Aðventukvöld kirkjunnar hefst kl.20. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson leiðir stundina. Kirkjukórinn og Listasmiðjan Litróf syngja og leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn þeirra Guðnýjar Einarsdóttur og Ragnhildar Ásgeirsdóttur. Guðfræðingurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Kjartansson flytur hugleiðingu. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar eftir stundina.
Verið innilega velkomin í Fella- og Hólakirkju