Eftir messu og kaffisopa eða um kl. 12:10 sunnudaginn 30. október verða aðrir ör-tónleikar vetrarins í Fella- og Hólakirkju. Guðný Einarsdóttir organisti mun segja frá og leika verkið 2éme Fantaisie eftir franska tónskáldið Jehan Alain sem hefði orðið 100 ára á þessu ári.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!