Guðsþjónusta kl.11. Ólöf Margrét Snorradóttir guðfræðinemi prédikar og sr. Svavar Stefánsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttir organista. Sunnudagaskóli á sama tíma ,,Lærum að gera góðverk“. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Eftir guðsþjónustuna verða tónleikar í kirkjunni. Guðný Einarsdóttir organisti kynnir og leikir Tokkötu og fúgu í d-moll eftir J.S. Bach. Aðgangur ókeypis og allir innilega velkomnir.