Kyrrðarstundir eru í kirkjunni kl.12 á þriðjudögum. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimili kirkjunnar sem kostar 500 krónur. Kirkjustarf eldri borgara hefst síðan kl.13 og stendur yfir til kl.16. Í upphafi er skipulögð dagskrá, flutt verða ýmis erindi, fyrirlestrar eða einhver skemmtun og síðan er boðið upp á spil og spjall. Mörg taka með sér handavinnu. Klukkan 15 er síðan kaffi sem kostar 200 krónur og síðan er endað með helgistund í kirkjunni. Þar getur fólk komið fram með fyrirbænaefni. Starfið okkar í Fella-og Hólakirkju er ákaflega vel sótt og góður hópur sem kemur saman á þriðjudögum. Allir eru innilega velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.