Síðustu tónleikar Sumartóna í Elliðaárdal verða miðvikudagskvöldið 22. júní kl. 20. Þeir verða af léttara taginu en þá mun The Sandström/Gunnarsson Duokoma fram. Dúóið er skipað þeim Leifi Gunnarssyni á kontrabassa og Viktor Sandström á gítar. Á efnisskrá kvöldsins eru þekktir jazz-standardar, sænsk og íslensk þjóðlög útsett með jazz-ívafi og frumsamin lög þeirra félaga í dúóinu. Gestur kvöldsins verður Magnús Tryggvason Elíassen slagverksleikari. Aðgangur er 1500 kr. Allar nánari upplýsingar um tónleikana og flytjendur má finna á heimasíðunni sumartonar.wordpress.com