Nú í byrjun sumars verður boðið upp á gönguferðir um Breiðholtið. Það eru kirkjurnar í hverfinu sem hafa frumkvæðið að þessum gönguferðum, sem eiga það allar sameiginlegt að byrja og enda við kirkju. Þetta er þriðja árið í röð sem boðið er upp á slíkar göngur og má með sanni segja að framtakið hafi fengið mjög góðar viðtökur í fyrra. Fyrsta gangan verður sunnudaginn 29. maí. Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju kl.19 að Seljakirkju. Klukkan 20:00 verður messað í Seljakirkju og boðið verður upp á hressingu að messu lokinni.
Sunnudaginn 5. júní verður gengið frá Seljakirkju kl. 19:00 til kvöldmessu í Breiðholtskirkju sem byrjar kl. 20:00. Hressing að messu lokinni.
Síðasta gangan verður sunnudaginn 19. júní. Þá verður lagt af stað frá Breiðholtskirkju kl. 19:00 og gengið til kvöldmessu í Fella- og Hólakirkju sem hefst kl. 20:00. Hressing að messu lokinni.Ekið verður með göngufólk aftur að þeirri kirkju sem göngurnar hófust þegar allir hafa þegið hressingu eftir messurnar. Þessar göngumessur eru liður í auknu samstarfi safnaðanna sem sameinast um helgihald þessa daga. Göngurnar eru tilvalið tækifæri til að sameina góða hreyfingu, andlega næringu og góðan félagsskap.