Guðsþjónusta sunnudagsins verður í Dómkirkjunni kl. 11. Þá vígir biskup Íslands m.a. Þóreyju Dögg Jónsdóttur sem djákna við Fella- og Hólakirkju. Meðal vígsluvotta verða báðir sóknarprestarnir, sr. Svavar og sr. Guðmundur Karl og Ragnhildur djákni. Í boði verða sætaferðir frá kirkjunni kl. 10:15 til Dómkirkjunnar og til baka að guðsþjónustu lokinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir