Taize messa verður á Konudaginn, 20.febrúar kl.11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Hildur Svavarsdóttir spilar með kórnum á flautu. Sunnudagaskóli verður á sama tíma í umsjá Þóreyjar D Jónsdóttur og Daríu Rudkova.,,Búum til gjafir á Konudaginn“. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Flottir karlmenn baka vöfflur sem boðið verður upp á í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni guðsþjónustu. Verið innilega velkomin.