Fögnum jólunum saman með gleði og söng. Velkomin í Fella- og Hólakirkju.
Helgihald verður sem hér segir:
Aðfangadagur:
kl. 18.00: AFTANSÖNGUR.
Prestur sr.Guðmundur Karl Ágústsson. Einar Clausen syngur einsöng, Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet, kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Á undan guðsþjónustunni leikur Guðný Einarsdóttir jólatónlist á orgelið.
kl. 23.30: MIÐNÆTURGUÐSÞJÓNUSTA.
Prestur sr. Svavar Stefánsson. Elfa Dröfn Stefánsdóttir syngur einsöng og Sóley Björk Einarsdóttir leikur á trompet. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Á undan guðsþjónustunni leikur Lúðrasveit verkalýðsins jólatónlist.
Jóladagur:
kl. 14.00: HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA.
Prestur sr. Svavar Stefánsson. Una Dóra Þórbjörnsdóttir syngur einsöng, organisti er Guðný Einarsdóttir.
Annan jóladag:
kl. 11.00: GUÐSÞJÓNUSTA.
Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Málmblásarahópurinn Bucinae Borealis leikur, organisti er Guðný Einarsdóttir.