Listasmiðjan Litróf syngur létta sveiflu með ABBA lögum laugardaginn 13.nóvember kl.16. Aðgangur er ókeypis og allir innilega velkomnir. Listasmiðjan Litróf er innflytjendastarf Fella- og Hólakirkju og er fyrir börn frá 9 ára aldri. Listasmiðjan Litróf er hæfileikaríkur hópur stúlkna sem er lifandi og kröftugur. ABBA lögin þekkja allir og þau þykja grípandi og góð lög. Allir geta sungið með Litrófs-hópnum og haft gaman af.
Verið innilega velkomin.