Þá hefst helgihald í kirkjunni að nýju n.k. sunnudag eftir um mánaðarhlé. Kvöldguðsþjónusta verður í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 8. ágúst kl. 20. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organisti Guðný Einarsdóttir. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng. Verið öll velkomin til kirkjunnar til að njóta góðrar og uppbyggilegrar stundar.