Á síðustu tónleikum í tónleikaröðinni Sumartónar í Elliðaárdal koma gestir alla leið frá Ástralíu. Það er Kór St. Michael´s Grammar School sem skipaður er unglingum á aldrinum 13 – 18 ára. Kórinn hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir flutning sinn. Þau munu flytja fjölbreytta og vandaða efnisskrá sem spannar a.m.k. fimm aldir og heiminn allan!
Kórinn mun halda tónleika víðar um landið að þessu sinni en hér í Reykjavík einungis í Fella- og Hólakirkju. Þessir tónleikar verða efalaust ógleymanlegir þeim sem á hlýða en tónleikaröðin hefur verið afar fjölbreytt og skemmtileg rétt eins og á síðasta ári.
Við skulum fjölmenna í kirkjuna á miðvikudagskvöldið og njóta góðrar tónlistar í yndislegu umhverfi!
Aðgangseyrir er kr. 1.000 og allir hjartanlega velkomnir.