Miðvikudaginn 30. júní kl. 20 verða aðrir tónleikar í röðinni Sumartónar í Elliðaárdal. Þá mun Tríó Gunnars Hilmarssonar flytja frönsk djasslög og aðra tónlist í anda Django Reinhardt. Tríóið skipa auk Gunnars þeir Jóhann Guðmundsson, gítar og Leifur Gunnarsson, kontrabassi. Gestur kvöldsins verður Gréta Salóme Stefánsdóttir, fiðla. Þetta verða án efa skemmtilegir og líflegir tónleikar!
Aðgangseyri er mjög í hóf stillt en verðið á miðanum er 1.000 kr.
Allar nánari upplýsingar um tónleikana og flytjendur þeirra er að finna á heimasíðu tónleikaraðarinnar: http://sumartonar.wordpress.com
Velkomin að njóta góðrar stundar og tökum gesti með í kirkjuna okkar!