Sunnudaginn 24. júní verður helgistund kl. 20.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti er Guðný Einarsdóttir, kantor. Félagar úr kór Fella-og Hólakirkju leiða almennan safnaðarsöng.
Eftir helgistundina verður grillað og kirkjugestum boðið upp á grillmat og meðlæti. Magnús ætlar að sjá um grillið og Jóhanna, meðhjálpari, um meðlætið. Verið hjartanlega velkomin.