Guðsþjónusta kl.11 í Fella- og Hólakirkju. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Sönghópurinn Kordía syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
Barnastarfshátíð kirknanna í Breiðholti verður í Breiðholtskirkju kl.11. Barnakórar kirknanna syngja og skemmtileg dagskrá. Boðið verður upp á pylsur eftir stundina. Verið innilega velkomin.
Guðspjall dagsins er úr Jóh 10.11-16
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Sá sem er leigður og hvorki er hirðir né á sauðina, hann flýr og yfirgefur sauðina þegar hann sér úlfinn koma og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. Enda gætir hann sauðanna aðeins fyrir borgun og er ekkert annt um þá. Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. Ég á líka aðra sauði sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir”.