Kór Fella- og Hólakirkju stendur í ströngu við æfingar um þessar mundir en þau eru að undirbúa tónleika sem haldnir verða í kirkjunni 6. og 7. febrúar kl. 17 báða dagana. Verkefnið er stórt í sniðum og í samstarfi við tvo aðra hópa, Söngsveitina Fílharmóníu og Lúðrasveit Verkalýðsins.
Þau munu flytja verkið Magnificat eftir John Rutter sem er núlifandi, breskt tónskáld og hefur verkið sérstaklega verið útsett fyrir lúðrasveit við þetta tilefni.
Hér má hlusta á 1.kafla þessa flotta tónverks!
Tónlistarunnendur geta tekið daginn frá og byrjað að hlakka til strax!