Nú í janúar verður aftur byrjað á Krílasálmum, tónlistarnámskeiði fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra. Námskeiðið verður haldið á fimmtudögum kl.11 og hefst þann 21. janúar.
Kennt verður í 8 skipti og verða kennararnir Guðný Einarsdóttir, organisti kirkjunnar og Diljá Sigursveinsdóttir, tónlistarkennari. Verð á námskeiðið er 3000 kr.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið í síma 698 9307 eða með því að senda tölvupóst á gudny.organisti@gmail.com. Hámarksfjöldi er 10 börn og því nauðsynlegt að skrá sig.
Hér (linkur: http://krilasalmar.wordpress.com/) má finna nánari upplýsingar um námskeiðið og myndir frá fyrri námskeiðum.