Jólasöngvar við kertaljós kl.11
Næsta sunnudag, sem er 4. sunnudagur í aðventu verða jólasöngvar við kertaljós kl. 11.00.
Leikmenn lesa ritningarlestra sem tengjast jólunum og á milli lestra verða sungnir jólasálmar.
Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantors kirkjunnar. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir.
Verið öll velkomin að taka þátt í hátíðlegri og notalegri stund í Fella- og Hólakirkju.