Hátíðarguðsþjónusta verður á hvítasunnudag kl. 11. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og er þetta síðasta guðsþjónusta hennar sem setts sóknarprests Hólabrekkuprestakalls en starfstíma hennar við kirkjuna lýkur nú 1. júní. Við guðsþjónustuna þjóna sr. Svavar Stefánsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni, fyrir altari en organisti verður Ásta Haralds og kór kirkjunnar syngur.