Við fögnum sumri saman með fjölskylduguðsþjónstu kl. 11.00. Um er að ræða uppskeruhátíð barnastarfsins og verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Við fögnum sumri saman með fjölskylduguðsþjónstu kl. 11.00. Um er að ræða uppskeruhátíð barnastarfsins og verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sr. Svavar Stefánsson og sr. Þórhildur Ólafs leiða stundina ásamt æskulýðsfulltrúa og starfsfólki barnastarfsins. Organisti er Guðný Einarsdóttir og nýtur hún fulltingis Lúðrasveitar verkalýðsins. Fjársjóðskistan, biblíusagan og kirkjubrúðurnar eru á sínum stað. Mikill söngur og skemmtilegt.
Í lok stundarinn leiðir lúðrasveit verkalýðsins okkur í marseringu yfir í safnaðarheimilið þar sem boðið er upp á pylsur og djús.