Sunnudaginn 22.febrúar, sem er sunnudagur í föstuinngangi og konudagurinn, verður guðsþjónusta kl. 11.Prestur er sr. Svavar Stefánsson en Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni, flytur hugleiðingu og þjónar með honum. Organisti er Ásta Haralds. Kór kirkjunnar flytur nokkur lög úr spönskum messum en með þeim spila Símon H. Ívarsson á gítar og Snorri Heimisson á Fagot.
Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Við kíkjum í fjársjóðskistuna, syngjum, förum í leik og kirkjubrúðurnar kíkja í heimsókn. Afmælisbörn mánaðarins fá gjöf frá kirkjunni. Umsjón hafa Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson.
Eftir guðsþjónustu ætla karlar úr söfnuðinum að sjá um vöfflukaffi fyrir kirkjugesti í tilefni konudagsins.
Verið öll velkomin